Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 06. maí 2022 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Páll meiddur - Ferill Axels verður að vera í forgangi
Lengjudeildin
Mynd: Kórdrengir
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, ræddi við Fótbolta.net í vikunni. Þar var hann spurður út í meiðsli Sverris Páls Hjaltested sem kom á láni til félagsins frá Val í vetur.

„Sverrir Páll er meiddur, það er sprunga í ökkla og það eru einhverjar 5-6 vikur í hann. Annars er staðan á hópnum þokkaleg," sagði Davíð Smári.

„Mér finnst alveg líklegt að við séum kannski ekki alveg búnir að loka hópnum. En ef að leikmannahópurinn verður svona þá verð ég samt sem áður sáttur." Kórdrengir voru með breskan framherja á reynslu á dögunum og er líklegt að sá leikmaður verði með liðinu í sumar.

Axel Freyr Harðarson, leikmaður Víkings, var á láni hjá Kórdrengjum seinni hluta síðasta tímabils. Hafa Kórdrengir reynt að fá hann aftur á láni?

„Ég er mjög hrifinn af Axel sem leikmanni og ég skal alveg viðurkenna það að ég væri alveg til í að fá hann. Hins vegar er ég líka gríðarlega ánægður með að hann sé inn í myndinni hjá Víkingi. Hans ferill verður að vera í forgangi en ég veit að hann hefur sterkar taugar til okkar. Eins og ég segi, og hef alltaf sagt við hann líka og spjallað um það við Arnar [Gunnlaugsson], að hjá mér er það aðalatriðið að ferill Axels sé í fyrirrúmi," sagði Davíð.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
„Verð bara að draga lærdóm af þessu, engum að kenna nema sjálfum mér"
Athugasemdir
banner
banner