Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. júní 2022 13:04
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Brasilía vann gegn Japan - Kórea lagði Síle
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Það var tveimur æfingalandsleikjum að ljúka þar sem Neymar gerði eina markið í 0-1 sigri Brasilíu gegn Japan í Tókýó.


Brasilía var betri aðilinn í fjörugum leik en þeim tókst ekki að setja boltann í netið fyrr en á 77. mínútu. Neymar skoraði þá af vítapunktinum eftir að brotið hafði verið á Richarlison.

Lucas Paqueta átti skot í stöng og komust Neymar og Raphinha báðir nálægt því að skora í leiknum. 

Brasilía er að undirbúa sig fyrir HM og mætti til leiks með gríðarlega sterkt lið eftir að hafa unnið stórsigur á Suður-Kóreu fyrir helgi.

Suður-Kórea mætti Síle í dag og tók forystuna í fyrri hálfleik með glæsilegu marki eftir laglegt einstaklingsframtak Hwang Hee-chan.

Varnarmaðurinn Alex Ibacache fékk sitt annað gula spjald í upphafi síðari hálfleiks og tókst tíu leikmönnum Síle ekki að gera jöfnunarmark.

Son Heung-min gerði út um viðureignina með marki í uppbótartíma og lokatölur urðu 2-0.

Japan 0 - 1 Neymar
0-1 Neymar ('77)

Suður-Kórea 2 - 0 Síle
1-0 Hwang Hee-chan ('12)
2-0 Son Heung-min ('91)
Rautt spjald: Alex Ibacache, Síle ('52)


Athugasemdir
banner
banner