Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. september 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorsteinn hugsar Guðnýju sem kost í hægri bakvörðinn
Icelandair
Guðný í landsleik síðasta haust.
Guðný í landsleik síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einungis einn eiginlegur hægri bakvörður er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hollandi seinna í þessum mánuði. Það er fyrirliði Vals, Elísa Viðarsdóttir.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir var í síðasta hópi en er ekki í hópnum að þessu sinni. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í hægri bakvarðarstöðuna.

Hvaða aðra leikmenn ertu að hugsa í þá stöðu?

„Ég er að hugsa t.d. Guðnýju Árna, það er ein pælingin. Það er eitt sem ég er að hugsa, að Guðný Árna verði í hægri bakverðinum," sagði Þorsteinn.

Guðný á að baki tíu landsleiki. Hún er leikmaður AC Milan og lék síðast með landsliðinu í vor. Hún var ekki með í júní vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner