Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. september 2022 08:15
Elvar Geir Magnússon
Bayern, Man Utd og Liverpool vilja Gavi
Powerade
Gavi, ungstirni Barcelona.
Gavi, ungstirni Barcelona.
Mynd: Getty Images
Chelsea mun reyna við Alvarez í janúar.
Chelsea mun reyna við Alvarez í janúar.
Mynd: EPA
Moises Caicedo.
Moises Caicedo.
Mynd: EPA
Velkomin með okkur í slúðurheima. Gavi, Ronaldo, Alvarez, Mount, Rudiger, Caicedo, Costa og fleiri eru í Powerade pakkanum í dag.

Þýskalandsmeistarar Bayern München vilja kaupa miðjumanninn Gavi (18) frá Barcelona. Talið er að Manchester United og Liverpool séu einnig á eftir spænska miðjumanninum. (Bild)

Napoli hefur hafnað því að hafa farið í einhverjar alvöru viðræður um Cristiano Ronaldo (37), leikmann Manchester United, í sumar. (Fabrizio Romano)

Brendan Rodgers (49) mun fá risastóran starfslokasamning ef hann verður rekinn frá Leicester. Liðið er að eiga sínu verstu byrjun á tímabili síðan 1983. (Mail)

Chelsea mun reyna að fá inn nýjan miðjumann í janúarglugganum. Edson Alvarez (24), mexíkóki landsliðsmaðurinn hjá Ajax, er efstur á blaði. (Standard)

Chelsea vill einnig gera nýjan samning við Mason Mount (23) eftir að liðsfélagi hans Reece James (22) framlengi. (Telegraph)

Umboðmaður Antonio Rudiger (29), varnarmann Real Madrid og þýska landsliðsins, segir að Rudiger hafi haft áhuga á því að vera áfram hjá Chelsea en félagið hefði lítið lagt sig fram við að reyna að halda honum. (TalkSport)

Stefano Pioli, stjóri AC Milan, segir að félagið sé að búa sig undir að bjóða portúgalska framherjanum Radael Leao (23) nýjan samning. Mörg félög hafa sýnt honum áhuga, þar á meðal er Liverpool. (Liverpool Echo)

Mateo Kovacic segist hafa mælt með því við Chelsea að félagið myndi reyna að kaupa króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (20) frá RB Leipzig. (Standard)

Brighton er tilbúið að ræða við Liverpool í janúarglugganum um ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (20) sem bikarmeistararnir hafa áhuga á. (Tera Deportes)

Diego Costa (33), fyrrum sóknarmaður spænska landsliðsins, flaug til Bretlands í gær til að ganga frá óvæntum skiptum til Wolves. (Telegraph)

Úlfarnir óttast að Costa fái ekki atvinnuleyfi, vegna aldurs og hversu fáa landsleiki hann hefur leikið uppá síðkastið. (Sun)

Austurríski miðjumaðurinn Konrad Laimer (25) hjá RB Leipzig segir að það hafi aldrei verið í kortunum að hann færi til Liverpool þrátt fyrir sögusagnir á gluggadeginum. (Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner