Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfreð Elías tekur við Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Alfreð Elías
Alfreð Elías
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búinn að skrifa undir samning við Grindavík og er tekinn við sem þjálfari liðsins. Janko, Milan Stefán Jankovic, verður með honum í þjálfarateyminu.

Alfreð er Grindvíkingur sem lék með liðinu á árunum 2002, 2003 og 2005 í efstu deild.

Uppfært 18:04:
Grindavík hefur staðfest tíðindin á samfélagsmiðlum.

Alfreð hefur undanfarin ár þjálfað kvennalið Selfoss og var þar á undan þjálfari Ægis og BÍ/Bolungarvíkur. Hann þjálfaði þá karlalið ÍBV ásamt Ian Jeffs undir lok tímabilsins 2016.

Árið 2019 gerði hann Selfoss að bikarmeisturum og árið 2020 vann liðið Meistarakeppni KSÍ undir hans stjórn.

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfaði Grindavík síðustu tvö ár en liðið náði ekki að standast væntingar í hans þjálfaratíð og endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner