Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 10:26
Elvar Geir Magnússon
Nicolaj Madsen á leið í Fram? - ÍBV vill Nacho Gil
Nicolaj Madsen.
Nicolaj Madsen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Danski miðjumaðurinn Nicolaj Madsen gæti verið á leið til nýliða Fram í efstu deild en samkvæmt heimildum Fótbolta.net fundaði hann með Fram í gær og skoðaði nýja svæðið sem verið er að reisa í Úlfarsárdal.

Madsen sýndi hvers hann er megnugur með liði Vestra í Lengjudeildinni í sumar en hann var valinn á varamannabekkinn í liði ársins í deildinni.

Madsen er 33 ára og skoraði fimm mörk í tuttugu leikjum í Lengjudeildinni í sumar. Samningur hans við Vestra er að renna út.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem á yfir 100 leiki í efstu deild í Danmörku. Hann hefur meðal annars spilað með SönderjyskE, Vejle og Köge

Fleiri leikmenn Vestra eru eftirsóttir en ÍBV er meðal félaga sem vilja fá spænska miðjumanninn Nacho Gil. Áður en hann gekk í raðir Vestra lék hann með Þór á Akureyri.

Vestri hafnaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner