Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Smalling vekur áhuga AC Milan og Inter
Mynd: Getty Images
Enski miðvörðurinn Chris Smalling hefur vakið athygli á Ítalíu með frammistöðu sinni fyrir Roma.

Hann er á láni hjá Roma frá Manchester United. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, samþykkti að lána Smalling til Ítalíu eftir að United klófesti Harry Maguire frá Leicester á 80 milljónir punda.

Ítalski fjölmiðillinn Il Tempo segir að bæði AC Milan og Inter hafi áhuga á því að fá Smalling eftir góða byrjun hans með Roma.

Þó segir einnig í greininni að Smalling vilji helst vera áfram hjá Roma ef hann verður áfram á Ítalíu.

Talið er að Manchester United hafi nýlega hafnað 13 milljón punda tilboði frá Roma í Smalling.
Athugasemdir
banner
banner