Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. nóvember 2020 17:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Víkurfréttir 
Bjarni og Bói teknir við Njarðvík (Staðfest)
BjarnaBóarnir í Njarðvík
Bjarni og Bói
Bjarni og Bói
Mynd: VF-myndir: Pket
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson, Bói, eru nýir þjálfarar Njarðvíkur í meistaraflokki karla. Þeir verða báðir titlaðir sem aðalþjálfarar.

Þeir taka við liðinu af Mikael Nikulássyni sem látinn var taka pokann sinn í vikunni. Bói þjálfaði lið Víðis í 2. deildinni á liðinni leiktíð og Bjarni hefur síðustu tvö ár þjálfað lið Vestra.

Í viðtali hér fyrir neðan kemur fram að Bói muni ekki spila með liðinu en hann var spilandi þjálfari Víðis í sumar. Njarðvík endaði í 4. sæti 2. deildar í sumar, þremur stigum frá 2. sætinu.

Úr frétt Víkurfrétta:
Framundan er metnaðarfullt starf hjá Njarðvíkingum en með þessari ráðningu er stefnan tekin beint upp í Lengjudeildina. Bjarni Jóhannsson er einn reynslumesti knattspyrnuþjálfari landsins og reynsla hans á efalaust eftir að reynast Njarðvíkingum happadrjúg.

Tilkynning knattspyrnudeildar:
Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur ákveðið að ráða Bjarna Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson sem aðalþjálfara meistaraflokks félagsins til næstu tveggja ára. Stjórn deildarinnar er virkilega spennt fyrir innkomu Bjarna og Hólmars en það þarf varla að kynna þá fyrir knattspyrnuunnendum hér á landi. Bjarni lét af störfum sem aðalþjálfari Vestra undir lok tímabils og Hólmar lét sömuleiðis af störfum sem spilandi aðalþjálfari Víðis í Garði. Stjórn Njarðvíkur hefur trú á að Bjarni og Hólmar geti lyft knattspyrnunni í Njarðvík á næsta stig, þar sem knattspyrnan í Njarðvík á heima.

Bjarni og Hólmar taka við virkilega góðu búi af fráfarandi þjálfara okkar, Mikael Nikulássyni. Mikael var ráðinn í starf aðalþjálfara Njarðvíkur síðasta vetur og skilaði góðum árangri eftir að hafa tekið við erfiðu búi. Lið Njarðvíkur endaði í fjórða sæti 2. deildar í sumar og enn í séns að komast upp um deild þegar mótið var blásið af. Stjórn knattspyrnudeildarinnar þakkar Mikael fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðar störfum sínum.

Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner