Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. nóvember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Botman getur orðið einn besti miðvörður sögunnar
Mynd: EPA

Eddie Howe stjóri Newcastle hefur trú á því að Sven Botman miðvörður liðsins geti orðið einn af bestu miðvörðum ensku deildarinnar frá upphafi.


Þessi 22 ára gamli Hollendingur gekk til liðs við Newcastle í sumar frá Lille en hann hefur verið í byrjunarliðinu í tíu af þrettán leikjum liðsins.

„Botman er með allt til að vera eins góður og hvaða miðvörður sem er sem hefur verið rætt um í sögu úrvalsdeildarinnar. Hann er magnaður á boltanum, tæknilega á mjög háu stigi og getur spilað stutt og langt. Hann hefur allt, hann hefur aðlagast hraðanum í deildinni hratt og baráttunni," sagði Howe.

„Ég sé enga veikleika en auðvitað er hann mjög ungur."


Athugasemdir
banner
banner