Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 06. desember 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir kemst ekki hærra á Íslandi - „Vil spila í topp fimm deildum í heiminum"
,,Ekkert að hugsa neitt lengra en það að spila næsta tímabil hér á Íslandi
Valur er frábært félag til að vera í á Íslandi. Þú kemst ekki hærra á Íslandi, toppurinn hér á landi
Valur er frábært félag til að vera í á Íslandi. Þú kemst ekki hærra á Íslandi, toppurinn hér á landi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég lít samt á þetta allt sem merki um að maður sé að gera vel og komi inn fyrir einhvern annan. Þetta truflaði mig eiginlega ekki neitt.
Ég lít samt á þetta allt sem merki um að maður sé að gera vel og komi inn fyrir einhvern annan. Þetta truflaði mig eiginlega ekki neitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmiðið mitt, til að geta verið í landsliðinu og til að ná langt á mínum ferli, er að fara út og spila erlendis. Ég stefni hátt með minn feril.
Markmiðið mitt, til að geta verið í landsliðinu og til að ná langt á mínum ferli, er að fara út og spila erlendis. Ég stefni hátt með minn feril.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessi áhugi frá Stömsgodset fékk mig til að vilja gera betur og vonast ég eftir meiri áhuga.
Þessi áhugi frá Stömsgodset fékk mig til að vilja gera betur og vonast ég eftir meiri áhuga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Vals, er undir smásjá norskra og sænskra félaga samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Valgeir var í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net áður en upplýsingar um áhuga félaganna bárust til eyrna fréttaritara.

Í fyrri hluta viðtalsins, sem birtist fyrr í dag, fór Valgeir yfir liðið tímabil. Í þessum seinni hluta viðtalsins ræðir Valgeir um framtíðina og hvernig hann sér hana fyrir sér.

Fyrri hluti:
„Svo lengi sem ég næ markmiðum mínum er mér alveg sama hvar ég spila"

Norska félagið Stömsgodset sýndi áhuga á Valgeiri á miðju tímabili. Hvernig var fyrir Valgeir að vita af þeim áhuga og fór þetta eitthvað lengra en að vera áhugi?

„Þetta fór lengra en að vera einungis áhugi, Strömsgodset bauð tvisvar í mig en það varð ekkert meira úr því. Þetta var mikill heiður að vita af þessu komandi erlendis frá. Það sýnir að maður er að standa sig vel og að gera eitthvað rétt. Einhvern veginn var þetta þó þannig að ég vildi líka fá eitthvað stærra og meira en þetta, án þess að gera lítið úr þessu á nokkurn hátt.“

Lítur Valgeir á það sem skref upp á við að fara til Stömsgodset frá Val?

„Ísland er lítið land og flest félög líta á einhvern hátt niður á Ísland vegna smæðar og hvernig Pepsi Max-deildin er ‚,rönkuð‘‘ á styrkleikalista. Það væri frábært að komast í norsku deildina því þar eru liðin úr stærri deildum að fylgjast með leikjum og með því að vera í þeirri deild ertu kominn á stærri markað ef þú kemst í stórt félög á Norðurlöndunum. Þessi áhugi frá Stömsgodset fékk mig til að vilja gera betur og vonast ég eftir meiri áhuga erlendis frá.“

Með hugann við komandi tímabil hjá Val
Valgeir var spurður út í framhaldið, eru meiri líkur en minni að hann verði áfram hjá Val eða eru einhverjar þreifingar erlendis?

„Það er ekki neitt núna," sagði Valgeir snemma í vikunni.

„Eina sem ég veit af og hefur komið er áhugi Stömsgodset. Núna er ég að hugsa um komandi tímabil með Val og hvenær sem það verður, það veit enginn. Ég er ekkert að hugsa neitt lengra en það að spila næsta tímabil hér á Íslandi.“

Umræðan truflaði ekki neitt
Valgeir var valinn í U21 landsliðshópinn í bæði september og október. Í september lék hann sinn fyrsta landsleik í þeim aldursflokki. Í september varð mikil umræða um valið á landsliðshópinn og skaut Valgeir inn léttu „já já“ í spjallið.

Valgeir var ekki í upprunalega landsliðshópnum en var kallaður upp í hópinn ásamt nafna sínum Valgeirssyni þegar upp komu meiðsli í hópnum. Það val var gagnrýnt og spurningarmerki sett við hvernig staðið var að valinu. Varð Valgeir var við þessa umræðu og truflaði þetta hann á einhvern hátt?

„Já, ég varð var við þetta. Ég les fréttir og sá smá af umræðunni á Twitter. Ég lít samt á þetta allt sem merki um að maður sé að gera vel og komi inn fyrir einhvern annan. Þetta truflaði mig eiginlega ekki neitt. Ég fékk símtal frá Arnari (Þór Viðarssyni) og hann spurði hvort ég væri ekki til í að koma inn í hópinn, tveir hefðu meiðst. Ég stökk á þetta, auðvitað er maður alltaf til og maður er ekkert að fara neita þessu. Mér var alveg sama um umræðuna ef ég á að vera hreinskilinn.“

Hefur ekki hugsað um að fara erlendis með lokahópinn í huga
Út frá svari Valgeirs hér að ofan, um óvissu næsta tímabils og æfingabanninu sem nú er á Íslandi, var hann spurður út í U21-árs landsliðið. Það landslið tekur þátt í riðlakeppni lokamóts EM í mars og ef vel gengur þar fer það í útsláttarkeppnina í maí. Hefur Valgeir hugsað um þann möguleika að vera í þeim hópi og þann möguleika að vera á stað þar sem hann getur spilað fótbolta, jafnvel á láni erlendis, til þess að mögulega auka við líkurnar á að vera valinn í lokahópinn?

„Þetta er góð pæling, ég er ekki búinn að hugsa þetta svona langt,“ sagði Valgeir og hló. „Ég er þessa stundina að vinna í mér, er með styrktarplan og er að vinna í skrokknum mínum. Ég er búinn að bæta á mig smá massa en sá svo fyrir mér að eftir áramót gætum við byrjað að æfa. Nei, ég hef ekki hugsað um að fara neitt út.“

Kemst ekki hærra á Íslandi - Stefnan sett á toppdeildirnar
Líkt og í fyrri hluta viðtalsins er vitnað í orð Valgeirs frá því fyrir mót þegar komið er að næstu spurningu, sem jafnframt er lokaspurning viðtalsins.

„Í Val er mikil saga, metnaður og atvinnumannaumgjörð sem hentar mér mjög vel þar sem ég stefni á að fara erlendis í atvinnumennskuna," sagði Valgeir fyrir tímabilið. Hvernig horfir atvinnumennskan við Valgeiri á þessum tímapunkti?

„Valur er frábært félag til að vera í á Íslandi. Þú kemst ekki hærra á Íslandi, toppurinn hér á landi. Markmiðið mitt, til að geta verið í landsliðinu og til að ná langt á mínum ferli, er að fara út og spila erlendis. Ég stefni hátt með minn feril. Ég vil spila í atvinnumennsku, búa erlendis og spilar þar fótbolta. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég vil spila í topp fimm deildum í heiminum og gera góða hluti þar.”
Athugasemdir
banner
banner
banner