Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 07. febrúar 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kom á óvart að FH skyldi ekki hafa not fyrir Bergsvein"
Ólafur Páll: ,,Beggi er fyrst og fremst leiðtogi, frábær karakter og mikill Fjölnismaður.
Ólafur Páll: ,,Beggi er fyrst og fremst leiðtogi, frábær karakter og mikill Fjölnismaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við erum að senda þau skilaboð að við erum klúbbur sem vill ná í uppalda leikmenn og getum það," sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis eftir að félagið krækti í Bergsvein Ólafsson og Guðmund Karl Guðmundsson frá FH í dag.

Hinn 25 ára gamli Bergsveinn var fyrirliði Fjölnis áður en hann fór til FH fyrir sumarið 2016. Bergsveinn varð Íslandsmeistari með FH 2016 og í fyrra skoraði hann eitt mark í nítján leikjum í Pepsi-deildinni.

Bergsveinn hefur ekki verið ofarlega í röðinni eftir að Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust en hann var varamaður í öllum fjórum leikjum Fimleikafélagsins í Fótbolta.net mótinu.

Ólafur Páll þekkir báða leikmenn vel eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili.

„Beggi er fyrst og fremst leiðtogi, frábær karakter og mikill Fjölnismaður. Það eru mjög mörg box sem Beggi tikkar í og ég er mjög ánægður að ná að klófesta hann."

Aðspurður segist Óli Palli að það hafi komið sér óvart að FH hafi sleppt Bergsveini úr Hafnarfirðinum. „Já, ég verð nú að segja það. Það kom mér töluvert á óvart."

Guðmundur Karl er 26 ára gamall en hann er fjölhæfur leikmaður sem hefur spilað á kanti, bakverði og á miðjunni á ferlinum. Guðmundur er úr Þorlákshöfn en hann kláraði yngri flokkana í Fjölni og hóf meistaraflokksferilinn þar.

Guðmundur Karl tók við fyrirliðabandinu hjá Fjölni árið 2016 eftir að Bergsveinn fór í FH.

„Gummi Kalli er fyrst og fremst miðjumaður en hann getur leyst margar stöður. Hann getur spilað framar á miðjunni og getur verið á kantinum, hann getur verið bakvörður báðum megin. Það kemur í ljós hvar hann mun nýtast okkur best," sagði Óli Palli sem er ekki hættur að styrkja leikmannahóp Fjölnis. Hann vill fá 1-2 leikmenn í viðbót, framarlega á vellinum.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Bergsveinn: Átti ekki samleið með Óla Kristjáns
Gummi Kalli: Sé alls ekki eftir því að hafa farið í FH
Athugasemdir
banner