Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   lau 07. júlí 2018 15:02
Sverrir Örn Einarsson
Óli Kristjáns: Tökum fegins hendi á móti Eddi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið FH er komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð en liðið lagði Grindavík í hádegisleik í Kaplakrika í dag. Með sigrinum kemur FH sér í 19 stig og er því 6 stigum á eftir toppliði Vals eftir 12 umferðir.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Grindavík

„Við erum ánægðir með þessi stig en þetta var skrýtinn leikur komst aldrei flot á hann eða tempó í spil. Fyrri hálfleikur hægur og við vorum aðeins of hægir á boltann en áttum engu að síður ágætis atlögur," sagði Ólafur Kristjánsson um leikinn í dag.

Pétur Viðarsson fékk að líta beint rautt spjald í upphafi fyrri hálfleiks en áður hafði Brynjar Ásgeir Guðmundsson fengið beint rautt hjá Grindavík. Hvernig horfði rauða spjaldið á Pétur við Ólafi?

„Ég hugsa að við hefðum viljað það sama ef þetta hefði verið okkar maður, Klaufalegt hjá Pétri og varnarmönnunum að bjóða upp á þessa stöðu og ég hef svo sem séð ákvarðanir dómara á undanförnum vikum sem ég hef verið meira ósammála."

Eddi Gomes sem talið var að hefði leikið sinn síðasta leik með FH liðinu og snúið aftur til síns liðs var mættur aftur á bekkinn hjá FH og kom inná í seinni hálfleik.

„Hann kom hérna núna og verður á láni hjá okkur út tímabilið. Aðstæður voru þannig í Kína að liðið sem hann er samningsbundinn vildu frekar nýta þetta útlendingaslot sitt í framherja og þá kom upp sá möguleiki að hann kæmi aftur hingað og við tökum fegins hendi á móti honum."

Sagði Ólafur Kristjánsson en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner