Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. september 2021 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lið á Englandi sýndu fyrrum vonarstjörnu Barcelona áhuga
Mynd: GettyImages
Umboðsmaður Munir El Haddadi fyrrum vonarstjörnu Barcelona segir að leikmaðurinn hafi verið undir smásjá West Ham og Crystal Palace í sumar.

Munir var á mála hjá Barcelona frá árunum 2014-2019. Hann lék 56 leiki og skoraði 12 mörk.

Það voru bundnar miklar vonir við hann hjá Barcelona en hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum. Hann er í dag á mála hjá Sevilla þar sem hann hefur leiki 88 leiki og skorað 22 mörk.

„Ajax höfðu líka áhuga. Það var góður kostur en þeir sýndu ekki nógu mikinn áhuga. Á Englandi sýndu bæði Crystal Palace og West Ham áhuga allt fram til síðasta dags," sagði umboðsmaður Munir.
Athugasemdir
banner
banner
banner