Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. september 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja ákvörðunina hafa verið tekna fyrir tapið í gær
Mynd: EPA
Chelsea sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem félagið greindi frá því að Thomas Tuchel hefði verið látinn fara frá félaginu. Tuchel hafði stýrt Chelsea frá því í janúar á síðasta ári.

Tímabilið hjá Chelsea hefur farið brösulega af stað, liðið er með tíu stig eftir sex leiki í úrvalsdeildinni og tapaði svo í gær gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.

Í grein The Athletic kemur fram að ákvörðunin um að reka Tuchel hafi ekkert með tapið í gær að gera, heldur hafi ákvörðunin verið tekin fyrir leikinn.

33 dagar eru frá því nýtt tímabil byrjaði og hafa fjórtán stjórar í sögu úrvalsdeildarinnar fengið sparkið fyrr á tímabilinu. Paul Sturrock hjá Southampton á metið en hann var rekinn níu daga eftir upphaf tímabilsins 2004-2005.
Athugasemdir
banner
banner
banner