Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. október 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmanni Brighton sleppt úr haldi gegn tryggingu
Heimavöllur Brighton
Heimavöllur Brighton
Mynd: Getty Images
Leikmanni Brighton, sem handtekinn var aðfaranótta miðvikudags vegna gruns um kynferðisbrot, hefur verið sleppt úr haldi gegn tryggingu.

Konan tilkynnti brotið til lögreglunnar í Sussex og handsamaði hún tvo menn, annan á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri. Ekki er hægt að nafngreina leikmanninn af lagalegum ástæðum en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.

Sjá einnig:
Leikmaður Brighton handtekinn grunaður um kynferðisbrot

Leikmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, var færður í hald lögreglu snemma í gærmorgun, en hann hafði verið á skemmtistað í Brighton. Í morg­un var honum og hinum maninnum sleppt úr haldi gegn tryggingu fram til 3. nóvem­ber á meðan málið er rann­sakað.

Kon­an þigg­ur nú aðstoð sér­fræðinga sem starfa hjá lög­regl­unni í Sus­sex. Brighton hefur staðfest að leikmaðurinn sé á mála hjá félaginu og í yfirlýsingu félagsins kemur fram að það væri að hjálpa lögreglunni við rannsóknina.


Athugasemdir
banner