Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. nóvember 2020 09:36
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið er aðalmálið á X977 í dag
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson verður á línunni.
Hannes Þór Halldórsson verður á línunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið og komandi leikur gegn Ungverjalandi, úrslitaleikurinn um að komast á EM, verður aðalmálið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson halda um stjórnartaumana eins og venjan er alla laugardaga milli 12 og 14 á X977.

Rætt verður við landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson um komandi verkefni og einnig um Íslandsmeistaratímabilið með Valsmönnum.

Sigurbjörn Hreiðarsson skoðar landsliðshópinn sem var tilkynntur og spáir í komandi leik. Grindavík ber líka eitthvað á góma.

Þá verður farið yfir tíðindi vikunnar í íslenska boltanum og Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, verður á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner