Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. júlí 2018 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Afturelding lenti 2-0 undir en tapaði ekki fyrsta leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir F. 2 - 2 Afturelding
1-0 Almar Daði Jónsson
2-0 Sæþór Ívan Viðarsson
2-1 Andri Freyr Jónasson
2-2 Andri Freyr jónasson

Leiknir Fáskrúðsfirði og Afturelding mættust í síðasta leik 10. umferðar 2. deildar karla í dag. Leikurinn var spilaður í Fjarðabyggðarhöllinni.

Afturelding var á toppnum fyrir leikinn og hafði ekki tapað leik í 2. deildinni. Það kom því eilítið á óvart að Leiknismenn skyldu komast 2-0 yfir með mörkum Almars Daða Jónssonar og Sæþórs Ívans Viðarssonar.

Andri Freyr Jónasson, aðalmarkaskorari Aftureldingar, minnkaði muninn fyrir hlé og var staðan 2-1 í hálfleik.

Svo fór að Afturelding jafnaði í seinni hálfleiknum og var þar Andri aftur að verki.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og voru lokatölur 2-2 í Fjarðabyggðarhöllinni.

Hvað þýða þessi úrslit?
Afturelding er áfram á toppi deildarinnar með 24 stig en Leiiknir er í áttunda sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner