Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. september 2019 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Echo: Van Dijk ekki að framlengja við Liverpool
Virgil van Dijk er með samning til 2023 með möguleika á að framlengja um annað ár
Virgil van Dijk er með samning til 2023 með möguleika á að framlengja um annað ár
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool á Englandi, er ekki að framlengja samning sinn til 2025 en Liverpool Echo greinir frá þessu í dag.

Mirror birti frétt seint í gærkvöldi að Van Dijk væri búinn að samþykkja nýjan sex ára samning við Liverpool. Í fréttinni kom fram að Van Dijk myndi þéna 200 þúsund pund í vikulaun en svo virðist sem að það sé fjarri sannleikanum.

Liverpool Echo greinir frá því í dag að ekki stendur til að framlengja samning hans en hann gildir til ársins 2023 með möguleika á framlengingu til 2024.

Hann þénar nú 125 þúsund pund í vikulaun en samkvæmt Echo er Van Dijk undrandi á þessum fréttum.

Hann hafi ekki beðið um launahækkun eða framlengingu á samning sínum og félagið hafi ekki verið í viðræðum við leikmanninn um nýjan samning.

Van Dijk kom til Liverpool frá Southampton í janúar 2018 fyrir 75 milljónir punda og hefur sópað að sér verðlaunum síðan. Hann var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og var þá valinn bestur af UEFA á dögunum en hann hafði betur gegn þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Hollenski varnarmaðurinn var partur af vörn sem hélt hreinu í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og þá fékk liðið aðeins 22 mörk á sig í 38 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner