Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. september 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eldri bróðir John McGinn lék sinn fyrsta landsleik í gær
Skoska landsliðið vann Austurríki með einu marki gegn engu í undankeppni HM í gær.

Lyndon Dykes skoraði markið úr vítaspyrnu á 30. mínútu.

John McGinn miðjumaður Aston Villa var í byrjunarliðinu hjá Skotlandi en eldri bróðir hans, Paul McGinn var á bekknum.

Paul kom inná sem varamaður á 78. mínútu en þetta var fyrsti landsleikurinn hans fyrir Skotland. Paul er þrítugur og leikur sem hægri bakvörður með Hibernian í Skotlandi.

Þeir bræður spiluðu því landsleik saman í fyrsta sinn í gær. John McGinn deildi mynd af bræðrunum á Instagram og skrifaði „Þvílíkt einstakt kvöld, gæti ekki verið stoltari."


Athugasemdir
banner
banner
banner