Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. september 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfarinn yfirgaf liðið fjórum dögum fyrir fyrsta leik
Mynd: Lommel
Íslenska u21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Grikklandi í undankeppni EM í gær.

Kolbeinn Þórðarson skoraði eina mark Íslands í leiknum. Hann var fyrirliði í leiknum í fjarveru Brynjólfs Willumssonar sem meiddist í leiknum gegn Hvít-Rússum á dögunum.

Kolbeinn leikur með Lommel í Belgíu en hann var spurður út í það hvernig honum litist á tímabilið sem er nýhafið þar.

„Það leggst bara vel í mig. Við erum með nýjan þjálfara því að þjálfarinn okkar fór til MK Dons fjórum dögum fyrir fyrsta leik. Það var svolítið sjokk og menn voru lélegir í fyrsta leik. Síðan vinnum við annan leikinn og jafntefli í þriðja þannig þetta er hægt og rólega að mjakast," sagði Kolbeinn.
Kolbeinn Þórðar um markið: Það var gott front spin á þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner