Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. september 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ætti undir öllum öðrum kringumstæðum að vera einn af fyrstu mönnum á blað"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andri Rafn Yeoman hefur spilað vel með Breiðabliki að undanförnu og hefur spilað í hægri bakverðinum í síðustu leikjum. Hann hefur leyst þá stöðu og því hefur Höskuldur Gunnlaugsson færst upp á miðsvæðið. Andri er vanari því að spila á miðjunni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Andra í viðtali eftir sigurleik Breiðabliks gegn Val á mánudag.

„Andri Rafn er bara frábær leikmaður og kamelljón sem getur brugðið sér í margar stöður. Hann er með eiginleika sem nýtast okkur mjög vel í hægri bakverði. Hann er búinn að spila þessa stöðu töluvert, spilað þrjá leiki í deildinni og gert það mjög vel," sagði Óskar.

„Fyrir utan að vera afburðagóður leikmaður þá er hann mjög greindur. Hann les leikinn vel og er með gríðarlega reynslu. Að öllu leyti frábær leikmaður, leikmaður sem ætti undir öllum öðrum kringumstæðum að vera einn af fyrstu mönnum á blað."

„Hann er búinn að vera glíma við meiðslu, oft tæpur og hefur ekki náð löngum heilum köflum. Hann sýndi í dag að hann er frábær leikmaður,"
sagði Óskar.

Andri, sem er þrítugur, er leikjahæsti leimaður í sögu Breiðabliks og steig sín fyrstu skref árið 2009. Hann á að baki 252 leiki í deild, 30 í bikar og 21 í Evrópukeppni fyrir félagið.

Rætt var um Andra og lið Breiðabliks í Innkastinu sem hlusta má á hér að neðan.
Óskar Hrafn: Ég ætla ekkert að vera að spá í þau
Innkastið - Níu eða tíu fingur og eitt stykki Beershot
Athugasemdir
banner
banner