Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. nóvember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koscielny ætlar að hætta eftir HM í Rússlandi
Koscielny í leik gegn Íslandi á EM í fyrra.
Koscielny í leik gegn Íslandi á EM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laurent Koscielny hefur tekið ákvörðun um að landsliðsskórnir fari upp á hilluna eftir HM í Rússlandi á næsta ári.

Koscielny, sem er lykilmaður í liði Arsenal, á 49 landsleiki fyrir Frakkland, en þeir verða ekki mikið fleiri.

„Ég býst við því að ég muni hætta með Frakklandi," sagði Koscielny á blaðamannfundi. „Ég á sex mánuði eftir til að njóta með franska landsliðinu. Eftir það er kominn tími á að gefa sæti mitt í liðinu til yngri leikmanna," sagði hann enn fremur.

„Ég held ég hafi gert allt sem ég vildi gera með þessu liði. Ég mun varðveita þessar minningar vel."

Hinn 32 ára gamli Kosicelny lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakka árið 2012 og hefur farið með liðinu á þrjú stórmót, Evrópumótið 2012, HM 2014 og EM á heimavelli á síðasta ári, 2016.

Hann var hluti af liðinu sem sló Ísland úr leik í 8-liða úrslitum.

Hann ætlar ekki að hætta alveg í fótbolta strax og stuðningsmenn Arsenal geta því andað léttar.
Athugasemdir
banner
banner