Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 09. janúar 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo mætir Messi í fyrsta leik sínum í Sádi-Arabíu
Ronaldo í klefanum hjá Al-Nassr.
Ronaldo í klefanum hjá Al-Nassr.
Mynd: EPA
Fyrsti leikur Cristiano Ronaldo með Sádi-arabíska liðinu Al-Nassr gæti verið gegn Lionel Messi eftir að þjálfari hans sagði að hann myndi spila vináttuleik gegn Paris St-Germain þann 19. janúar.

Ronaldo þarf að afplána leikbann áður en hann leikur sinn fyrsta leik fyrir Al-Nassr en búist er við því að hann spili með sameiginlegu liði Al-Nassr og Al-Hilal gegn PSG.

Ronaldo þarf að taka út tveggja leikja bann eftir að hafa verið settur í bann af enska fótboltasambandinu fyrir að slá síma úr hendi stuðningsmanns eftir tap Manchester United gegn Everton í fyrra.

Fyrri leikinn í banninu tók hann út á föstudaginn en Rudi Garcia, þjálfari Al-Nassr, staðfesti að Ronaldo myndi einnig missa af deildarleik gegn Al-Shabab.

Hans fyrsti deildarleikur með Al-Nassr ætti að vera leikur gegn Ettifaq þann 22. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner