Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 09. apríl 2019 10:52
Elvar Geir Magnússon
Sterling: Leikmenn eiga ekki að ganga af velli
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Raheem Sterling segist ekki vera sammála þeim hugmyndum að leikmenn gangi af velli ef upp koma kynþáttafordómar í leikjum.

„Ég persónulega myndi ekki samþykkja það að ganga af velli. Þetta fólk er að reyna að ná til þín. Ef þú gengur af velli þá vinnur þetta fólk," segir Sterling.

Sterling hefur verið duglegur að tjá sig um baráttuna gegn rasisma í fótbolta.

„Kynþáttafordómar voru til áður en ég fæddist og það sem ég get gert er að halda uppi umræðunni. Mamma mín hefur alltaf sagt mér að vera stoltur af sjálfum mér," segir Sterling.
Athugasemdir
banner
banner