Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. maí 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Gerrard: Liverpool er besta lið heims í dag
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa.
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa.
Mynd: EPA
Aston Villa tekur á móti Liverpool annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool goðsögnin Steven Gerrard heldur um stjórnartaumana hjá Aston Villa og býst við erfiðum leik.

Liverpool er í baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn. Bæði lið eiga þrjá deildarleiki eftir og City er með þriggja stiga forystu.

„Þeir eru með heimsklassa lið. Eflaust besta lið í heimi eins og staðan er einmitt núna. Við erum meðvitaðir um þá áskorun sem bíður okkar, segir Gerrard um Liverpool.

„Ég hef oft talað um hversu mikla virðingu ég ber fyrir stjóranum og þjálfarateyminu hjá þeim. En sama hvaða lið það er í heiminum, í fortíðinni eða nútíðinni, þá myndast alltaf svæði eða stöður þar sem möguleiki er að særa það."

„Við gerum okkur allir grein fyrir stærð verkefnisins á morgun en þetta er spennandi og ég hlakka til. Þetta snýst allt um að spila stóra leiki."

Aston Villa fer inn í leikinn í ellefta sæti en er bara einu stigi frá því tíunda. Gerrard segir að það yrði stórt fyrir liðið að enda á efra skiltinu.

„Það yrði mjög jákvætt að enda tímabilið í efri hlutanum, þegar við skoðum hvar við vorum þegar ég tók við starfinu. Við vorum í sextánda sæti, nokkrum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Fyrsta verkefnið var að koma liðinu á öruggan stað, nú er möguleiki á að enda í topp tíu og það yrði stórt fyrir félagið. Það hefur ekki endað í efri hlutanum í áratug. Það myndi gefa okkur jákvæðni inn í undirbúningstímabilið," segir Gerrard.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner