Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júní 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Club Brugge fær Jutgla frá Barcelona (Staðfest)
Mynd: EPA

Club Brugge er búið að festa kaup á framherjanum Ferran Jutgla sem kemur frá Barcelona fyrir fimm milljónir evra og skrifar undir fjögurra ára samning.


Jutgla er 23 ára gamall og átti eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona. Hann þótti ekki nógu góður fyrir aðallið Barca en skoraði og lagði upp 25 mörk í 32 deildarleikjum með varaliðinu. Þá kom hann við sögu í sex leikjum með aðalliði Barcelona í La Liga og skoraði eitt mark auk þess að skora eitt í tveimur bikarleikjum.

Barca fær 10% af kaupverðinu af næstu sölu Jutgla sem hlakkar til að reyna fyrir sér í belgísku deildinni.

Club Brugge var að enda frábært tímabil þar sem liðið vann belgísku deildina og komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar vann liðið á útivelli gegn RB Leipzig eftir að hafa gert jafntefli við PSG á heimavelli en tapaði svo síðustu fjórum leikjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner