Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Okaka frá Udinese til Istanbul Basaksehir (Staðfest)
Stefano Okaka er farinn frá Udinese
Stefano Okaka er farinn frá Udinese
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Stefano Okaka er genginn til liðs við Istanbul Basasehir frá Udinese.

Okaka er 32 ára gamall framherji en hann lék 75 leiki og skoraði 18 mörk fyrir Udinese á þeim tveimur árum sem hann spilaði þar.

Hann hefur spilað fyrir fjölmörg félög á Ítalíu en er nú mættur í tyrknesku deildina.

Okaka gerði tveggja og hálfs árs samning við Istanbul Basaksehir í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Framherjinn knái átti möguleika á að því að spila fyrir Nígeríu árið 2014 þar sem foreldarar hans eru nígerískir en hann valdi Ítalíu og hefur síðan þá spilað fimm landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner