Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. nóvember 2017 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið U21 gegn Spánverjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 árs landsliðið heimsækir það spænska í undankeppni fyrir Evrópumótið.

Spánverjar eru með sex stig eftir tvo leiki á meðan Íslendingar eru með fjögur stig eftir þrjá.

Spánverjar rúlluðu upp U21 Heimsmeistaramótinu í ár og eru gífurlega erfiðir andstæðingar, þrátt fyrir mikla blóðtöku eftir sumarið.

Dani Ceballos, Mikel Oyarzabal og Borja Mayoral eru allir gífurlega öflugir leikmenn sem strákarnir þurfa að passa sig á.

Íslendingar eru án Samúel Kára Friðjónssonar sem er í leikbanni og fær Mikael Neville Anderson dýrmætt tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.

Albert Guðmundsson leiðir íslenska liðið til vallar og hefst viðureignin klukkan 18:30.

Byrjunarlið Íslands:
Sindri Kristinn Ólafsson (M)
Alfons Sampsted
Felix Örn Friðriksson
Hans Viktor Guðmundsson
Axel Óskar Andrésson
Mikael Neville Anderson
Júlíus Magnússon
Viktor Karl Einarsson
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Albert Guðmundsson (F)
Jón Dagur Þorsteinsson

Spánn:
Unai Simon (M)
Pablo Maffeo
Aaron Caricol
Unai Nunez
Jesus Vallejo (F)
Rodrigo Hernandez
Carlos Soler
Fabian Ruiz Pena
Borja Mayoral
Dani Ceballos
Mikel Oyarzabal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner