Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 09. nóvember 2017 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Svekkjandi tap gegn Slavia Prag
Lára Kristín gerða eina mark Stjörnunnar í dag með skalla eftir hornspyrnu.
Lára Kristín gerða eina mark Stjörnunnar í dag með skalla eftir hornspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 2 Slavia Prag
0-1 Petra Divisova ('36)
1-1 Lára Kristín Pedersen ('69)
1-2 Katerina Svitkova ('70, víti)

Stjarnan tapaði fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna gegn Slavia Prag í kvöld.

Leikið var í Garðabænum og fengu Stjörnustúlkur nokkur góð marktækifæri áður en gestirnir komust yfir með marki frá hinni leiftursnöggu Petra Divisova, sem slapp í gegnum vörnina eftir stoðsendingu.

Gestirnir komust nokkrum sinnum nálægt því að bæta marki við áður en Lára Kristín Pedersen jafnaði með skallamarki eftir hornspyrnu. Tékkarnir komust þó aftur yfir mínútu síðar þegar Bryndís Björnsdóttir braut klaufalega af sér innan vítateigs og skoraði Katerina Svitkova úr vítaspyrnunni.

Garðbæingar fengu tækifæri til að jafna undir lok leiksins eftir furðulegt atvik þar sem markvörður andstæðinganna gaf Guðmundu Brynju Óladóttur boltann, sem bjóst ekki við honum og náði ekki að nýta færið.

Stelpurnar eiga ennþá góða möguleika á að komast áfram, en seinni leikurinn verður spilaður að viku liðinni í Prag.
Athugasemdir
banner
banner
banner