Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. desember 2018 17:00
Arnar Helgi Magnússon
Darmian gefur vísbendingu um að hann gæti verið á leið burt
Mynd: Getty Images
Ítalski varnarmaðurinn, Matteo Darmian segist sakna ítölsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur einungis leikið þrjá leiki með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Darmian var orðaður burt frá félaginu í sumar en Roma, Juventus, Napoli og Inter Milan eru öll sögð áhugasöm um leikmanninn.

„Ég verð að viiðurkenna að ég sakna ítölsku úrvalsdeildarinnar og Ítalíu núna," segir Darmian.

„Ég geri mér grein fyrir því að ég er að spila með einu besta félagsliði í heimi hjá Manchester United en ég sakna Ítalíu. Ég elska landið."

Darmian var ekki í leikmannahóp Manchester United sem að mætti Fulham í gær.

„Markmiðið er að spila aftur fyrir landsliðið. Mancini hefur ekki en heyrt í mér en ég vona að það gerist í náinni framtíð."
Athugasemdir
banner
banner
banner