Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Nýliðar Forest í viðræðum við fyrirliðann
Lewis Grabban, fyrirliði Nottingham Forest.
Lewis Grabban, fyrirliði Nottingham Forest.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni eru í viðræðum við fyrirliðann Lewis Grabban um nýjan samning.

Grabban er 34 ára framherji sem skoraði þrettán mörk á síðasta tímabili og hjálpaði Forest að komast upp í deild þeirra bestu eftir 23 ára fjarveru.

Varnarmennirnir Tobias Figueiredo, Gaetan Bong og Carl Jenkinson munu hinsvegar allir yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út í sumar.

Figueiredo er 28 ára og kom frá Sporting Lissabon 2018, Bong er 34 ára Kamerúni sem spilaði aðeins sjö leiki á liðnu tímabili og Jenkinson er þrítugur fyrrum leikmaður Arsenal og West Ham. Hann lék seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Melbourne City í Ástralíu.

Keinan Davis, Philip Zinckernagel, Max Lowe, Djed Spence og James Garner hafa allir snúið aftur til félaga sinna eftir að hafa verið á láni hjá Forest.
Athugasemdir
banner
banner