Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. júlí 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America í dag - Stórveldi mætast í úrslitaleik
Messi gæti unnið sitt fyrsta stórmót með A-landsliði Argentínu.
Messi gæti unnið sitt fyrsta stórmót með A-landsliði Argentínu.
Mynd: EPA
Sjálfur úrslitaleikur Copa America fer fram á miðnætti. Stórveldin Argentína og Brasilía eigast við.

Þetta eru tvær risastórar knattspyrnuþjóðar og verður gaman að sjá hvernig fer.

Argentína og Brasilía hafa verið langbestu lið keppninnar og verðskulda að mætast í úrslitaleiknum. Úrúgvæ er sigursælasta þjóð Copa America með fimmtán titla, Argentína er með fjórtán en Brasilía níu.

Síðast mættust þessi lið í úrslitaleik Copa America 2007, og þá hafði Brasilía betur.

Lionel Messi gæti unnið sitt fyrsta stórmót með A-landsliði Argentínu. Hann er auðvitað einn besti fótboltamaður allra tíma.

COPA AMERICA: Final
00:00 Brasilía - Argentína (Viaplay)
Athugasemdir
banner
banner
banner