Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. september 2022 15:57
Aksentije Milisic
Lengjudeildin: Fylkir deildarmeistari - Grindavík skellti HK
Lengjudeildin
Fylkismenn fagna.
Fylkismenn fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Páll gerði tvennu.
Sverrir Páll gerði tvennu.
Mynd: Kórdrengir
Grindavík vann HK.
Grindavík vann HK.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Næst síðasta umferðin í Lengjudeild karla fór fram í dag en þá voru sex leikir á dagskrá.


Fylkir er deildarmeistari en það varð ljóst eftir sigur liðsins gegn Þrótti Vogum í dag. 

Heimamenn í Árbænum keyrðu yfir gestina sem eru fallnir en staðan eftir 50. mínútna leik var 3-0. Í kjölfarið fékk svo Nikola Dejan Djuric rautt spjald í liði Þróttar.

Leiknum lauk með 4-0 sigri Fylkis sem er því deildarmeistari.

Grindavík vann þá nokkuð óvæntan sigur á HK á heimavelli en gestirnir enda í 2. sæti deildarinnar. Arnþór Ari Atlason fékk rautt snemma leiks í liði HK en leiknum lauk með 4-3 sigri Grindarvíkur.

Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvennu fyrir Kórdrengi sem unnu Aftureldingu, fallið lið KV vann 1-0 sigur á Þór og þá vann Grótta flottan útisigur á Fjölni. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn.

Dean Martin og félagar í Selfoss fór Vestur og gerðu 2-2 jafntefli gegn Vestra. Martin Montipo bjargaði stigi fyrir heimamenn með marki í uppbótartíma.

Öll úrslit og markaskorara dagsins má sjá hér fyrir neðan sem og beinar textalýsingar frá völlunum.

KV 1 - 0 Þór 
1-0 Hrafn Tómasson ('56 )
Lestu um leikinn

Fjölnir 0 - 1 Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('70 )
Lestu um leikinn

Kórdrengir 3 - 0 Afturelding
1-0 Sverrir Páll Hjaltested ('43 , víti)
2-0 Sverrir Páll Hjaltested ('50 )
3-0 Arnleifur Hjörleifsson ('81)
Lestu um leikinn

Vestri 2 - 2 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano Leon ('43 )
1-1 Nicolaj Madsen ('45 )
1-2 Christian Jiménez Rodríguez (Sjálfsmark) ('77)
2-2 Martin Montipo ('90)
Lestu um leikinn

Grindavík 4 - 3 HK
1-0 Freyr Jónsson ('5 )
1-1 Örvar Eggertsson ('34 )
2-1 Símon Logi Thasaphong ('43 )
2-2 Örvar Eggertsson ('53 )
3-2 Aron Jóhannsson ('63 )
4-2 Kristófer Páll Viðarsson ('78)
4-3 Þorbergur Þór Steinarsson ('89)
Rautt spjald: Arnþór Ari Atlason, HK ('22)
Lestu um leikinn

Fylkir 4 - 0 Þróttur V. 
1-0 Andrew James Pew ('30 , sjálfsmark)
2-0 Mathias Laursen Christensen ('34 )
3-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('50 )
4-0 Óskar Borgþórsson ('78)
Rautt spjald: Nikola Dejan Djuric, Þróttur V. ('53)
Lestu um leikinn



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner