Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. október 2018 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
Sam Hewson líklega í Fylki
Hewson var valinn besti leikmaður karlaliðs Grindavíkur í sumar.
Hewson var valinn besti leikmaður karlaliðs Grindavíkur í sumar.
Mynd: Grindavík
Sam Hewson, miðjumaður Grindvíkinga, er nálægt því að ganga til liðs við Fylki samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Viðræður hafa staðið yfir undanfarna daga og bendir flest til þess að Hewson gangi til liðs við Árbæinga.

Hewson er samingslaus en nokkur fleiri félög á Íslandi og Norðurlöndunum hafa sýnt honum áhuga.

Hewson er 30 ára gamall og hefur leikið á Íslandi frá því hann gekk til liðs við Fram árið 2011. Hann ólst upp hjá Manchester United en rann út á samningi 22 ára gamall og hélt á önnur mið.

Sjá einnig:
Íslensk félög búin að sýna Sam Hewson áhuga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner