Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Beckham vill fá Griezmann til Miami
Mynd: Getty Images
David Beckham hefur áhuga á því að fá Antoine Griezmann til liðs við sig í Inter Miami FC sem mun hefja leik í bandarísku MLS deildinni 2020.

Griezmann er meðal bestu sóknarmanna heims í dag og á enn mörg góð ár eftir í hæsta gæðaflokki, enda ekki nema 27 ára gamall. Hann hefur lýst yfir áhuga á að ljúka atvinnumannaferli sínum í Bandaríkjunum en ólíklegt er að hann flytji vestanhafs fyrir þrítugt.

„Ef Beckham vill fá mig til sín, þá fer ég í hans lið. Ég vil ljúka ferlinum í Bandaríkjunum, annað hvort í Los Angeles eða Miami. Ég hugsa að lífið í Bandaríkjunum verði frábært og þetta eru tvær æðislegar borgir," sagði Griezmann á dögunum.

Beckham tók vel í ummælin og sagðist vera mjög spenntur fyrir að fá Griezmann til Miami.

„Það er alltaf gaman að heyra af leikmönnum sem vilja spila fyrir félagið okkar. Griezmann er stórkostlegur og ég er aðdáandi hans, rétt eins og hann er aðdáandi minn. Vonandi mun hann ganga til liðs við félagið í framtíðinni," sagði Beckham við ESPN.

„Margir leikmenn hafa sett sig í samband við mig og ekki bara því þeir vilja spila fyrir liðið, líka því þeir vilja búa í spennandi borg og njóta lífsins."

Griezmann er lykilmaður hjá Atletico Madrid og franska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner