Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. nóvember 2018 15:58
Ívan Guðjón Baldursson
Dembele ekki í hóp gegn Real Betis
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar keppast við að greina frá ósætti starfsmanna og stjórnenda Barcelona við hegðun Ousmane Dembele sem var keyptur fyrir 96 milljónir punda í ágúst í fyrra.

Dembele, sem er 21 árs gamall, gerði Ernesto Valverde, þjálfara Barca, reiðan þegar hann mætti 25 mínútum of seint í Meistaradeildarleik gegn Inter í október.

Dembele var ekki látinn hita upp með liðsfélögum sínum, heldur fékk hann að sitja á bekknum allan leikinn án þess að eiga von um að koma inn.

Hann fékk spilatíma í seinni leiknum gegn Inter sem var núna á þriðjudaginn, en á fimmtudeginum mætti hann ekki á liðsæfingu. Starfsmenn Barca reyndu að ná í hann í 90 mínútur án árangurs en í ljós kom að kantmaðurinn hafði verið á klósettinu heima hjá sér með niðurgang.  Starfsmenn eru ósáttir með að hann hafi ekki látið vita af veikindunum.

Barcelona á leik við Real Betis á sunnudaginn og hefur leikmannahópur liðsins verið kynntur en Dembele er fjarverandi. Hann er ekki skráður fjarverandi vegna veikinda, heldur vegna 'tæknilegrar ákvarðanar'.  

Dembele átti einnig við agavandamál að stríða á tíma sínum hjá Borussia Dortmund.

Chelsea, Arsenal og Liverpool hafa áhuga á að fá hann í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner