Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. nóvember 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Stórveldin mætast í Dortmund
Marco Reus og Paco Alcacer hafa verið í stuði á upphafi tímabils.
Marco Reus og Paco Alcacer hafa verið í stuði á upphafi tímabils.
Mynd: Getty Images
Það er mjög spennandi dagur framundan í þýska boltanum en ellefta umferð tímabilsins hófst með sigri Hannover gegn Wolfsburg í gær.

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg heimsækja sterkt lið Hoffenheim í Evrópubaráttunni.

Á sama tíma eiga liðsfélagar Arons Jóhannssonar í Werder Bremen leik við Borussia Mönchengladbach. Þrjú stig skilja þessi tvö lið að í Meistaradeildarbaráttunni.

Freiburg mætir Mainz, Nürnberg tekur á móti Stuttgart og Düsseldorf fær Hertha Berlin í heimsókn áður en stærsti leikur helgarinnar og mögulega tímabilsins hefst á Westfalenstadion.

Þar á topplið Borussia Dortmund heimaleik við langbesta lið deildarinnar undanfarna áratugi, FC Bayern München.

Heitt er undir Niko Kovac stjóra Bayern og gæti hann misst starfið ef illa fer.

Heimamenn eru ekki að glíma við mikil meiðslavandræði en gestunum frá Bayern vantar Thiago Alcantara, Kingsley Coman og Corentin Tolisso vegna meiðsla. Þá er Arjen Robben tæpur.

Leikir dagsins:
14:30 Nürnberg - Stuttgart
14:30 Hoffenheim - Augsburg
14:30 Fortuna Dusseldorf - Hertha Berlín
14:30 Freiburg - Mainz
14:30 Werder Bremen - Borussia Monchengladbach
17:30 Borussia Dortmund - Bayern München
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner