Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. desember 2018 10:07
Magnús Már Einarsson
Heimir semur til 2021 - Bjarki Már til aðstoðar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var í dag ráðinn þjálfari Al Arabi í Katar.

RÚV hefur greint frá því að samningur Heimis sé í tvö og hálft ár eða til sumarsins 2021.

Samkvæmt frétt RÚV verður starfslið Heimis að mestu spænskt en þó verður Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.

Bjarki Már er einugis 24 ára en hann hefur starfað hjá Gróttu sem yfirþjálfari yngri flokka og aðstoðarþjálfari í meistaraflokki.

Bjarki byrjaði mjög ungur í þjálfun en hann varð að leggja skóna á hilluna þegar hann var 19 ára vegna hjartavandamála. Bjarki var mjög efnilegur leikmaður en hann fór meðal annars til erlendra félaga á reynslu á sínum tíma.

Al Arabi er í 6. sæti í úrvalsdeildinni í Katar en liðið mætir Al Rayyan í næsta leik á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner