Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. janúar 2020 15:40
Aksentije Milisic
Talið að Maguire verði gerður að fyrirliða ef Young fer
Maguire með bandið góða.
Maguire með bandið góða.
Mynd: Getty Images
Ashley Young, fyrirliði Manchester United, hefur mikið verið orðaður burt frá félaginu en Inter Milan er mjög áhugasamt um leikmanninn og sagt er að Young vilji komast þangað sem fyrst.

Hinn 34 ára gamli Young hefur minna fengið að spila hjá United á þessu tímabili heldur en síðustu ár og hefur Antonio Conte áhuga á að fá hann til Ítalíu.

Talið að Harry Maguire, sem kom til liðsins fyrir einungis fimm mánuðum, verði gerður að fyrirliða liðsins skildi Young fara. Maguire kom til United frá Leicester fyrir 80 milljónir punda og hefur Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, mikið álit á leikmanninum.

Maguire hefur verið fyrirliði í nokkuð mörgum leikjum á þessu tímabili þar sem Young hefur ekki verið reglulega í byrjunarliðinu. Solskjær hefur kallað Maguire „stríðsmann" og segir að leikmaðurinn sé alltaf tilbúinn að spila, sama þó að hann eigi við meiðsli að stríða.

Þessa stundina er Man Utd að spila við Norwich og staðan er 1-0. Marcus Rashford skoraði markið eftir góða fyrirgjöf frá Juan Mata.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner