Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. apríl 2019 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Mislintat tekinn til starfa hjá Stuttgart
Mynd: Getty Images
Sven Mislintat hefur verið ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Stuttgart, einungis tveimur mánuðum eftir að hann hætti hjá Arsenal.


Mislintant var yfirmaður leikmannakaupa hjá Arsenal en ástæðan fyrir starfslokunum þar var sú að hann og Unai Emery náðu ekki saman.

Mislintat var ráðinn í nóvember 2017 eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir starf sitt hjá Dortmund. Hann átti meðal annars stóran þátt í kaupunum á Pierre Emerick Aubameyang til Arsenal.

Eftir að hann yfirgaf Arsenal var hann mikið orðaður við Bayern Munchen en það er nú orðið ljóst að þangað fer hann ekki.

Stuttgart er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar einungis örfáar umferðir eru eftir í þýsku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner