Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjartsýnn á „ólíkindatólið" Elínu Mettu - „Ég hef bara trú á henni"
Icelandair
Elín Metta Jensen
Elín Metta Jensen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli þegar Þorsteinn Halldórsson valdi Elínu Mettu Jensen í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefnið í apríl. Elín hafði glímt við meiðsli um veturinn. Stuttu áður heyrðust sögusagnir um að Elín væri jafnvel hætt í fótbolta.

Sjá einnig:
Elín hætt í fótbolta? - Hún segir það ekki rétt
„Kom aldrei til tals að Elín Metta væri hætt"
Samkeppnin er mikil - „Var ekki að afhenda henni EM sætið"

Elín var í dag valin í lokahóp landsliðsins fyrir EM og var Steini spurður út í hana í viðtali eftir fréttamannafund.

„Ég er bjartsýnn á hana, held að hún sé á réttri leið. Í Prag og Belgrad leit hún vel út og ég hef bara trú á henni."

„Ástæðan fyrir því að ég vel leikmenn er sú að ég trúi á eitthvað. Ég trúi á að þetta séu leikmennirnir sem ég treysti og þetta séu leikmennirnir sem muni koma til með að skila frammistöðu inná vellinum."

„Þetta eru þeir 23 leikmenn sem ég trúi á og Elín Metta er inn í þeim hópi. Elín Metta er ólíkindatól og getur gert ótrúlegustu hluti."

„Ég vonast eftir því að hún eigi eftir að sýna það og sanna á þessu móti hversu megnug hún er,"
sagði Steini.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Steini vaknaði snemma í morgun: Ekki draumasímtöl sem ég var að taka
Athugasemdir
banner
banner