Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Forest vill fá Maitland-Niles frá Arsenal
Ainsley Maitland-Niles
Ainsley Maitland-Niles
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur mikinn áhuga á því að fá Ainsley Maitland-Niles frá Arsenal í sumar en þetta kemur fram í Mirror.

Maitland-Niles, sem er 24 ára gamall, var á láni hjá Roma seinni hluta síðustu leiktíðar og vann meðal annars Sambandsdeildina undir stjórn Jose Mourinho. Hann lék tólf leiki fyrir ítalska liðið áður en hann snéri aftur til Arsenal.

Mirror segir frá því að Nottingham Forest hafi mikinn áhuga á því að fá Maitland-Niles í sumar og er þá Arsenal reiðubúið að selja hann fyrir rétt verð.

Nottingham kom sér upp í ensku úrvalsdeildina eftir síðasta tímabil og er því í leit að styrkingu en Maitland-Niles getur spilað bæði á miðju og í bakverði.

Steve Cooper er stjóri Nottingham en hann og Maitland-Niles þekkjast vel frá því Cooper þjálfaði yngri landslið Englands.

Everton, Leicester og Southampton reyndu öll að fá leikmanninn í janúar áður en hann ákvað að ganga til liðs við Roma á láni.
Athugasemdir
banner
banner
banner