Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. júlí 2021 12:10
Fótbolti.net
EM spáin - Hvernig fer sjálfur úrslitaleikurinn?
Ítalía - England klukkan 19 á sunnudag. Úrslitastund.
Ítalía - England klukkan 19 á sunnudag. Úrslitastund.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Samsett
Mynd: Getty Images
Í kvöld klukkan 19 er tímasetningin. Wembley er staðurinn. Ítalía og England mætast í sjálfum úrslitaleik EM alls staðar!

Spámenn okkar eru Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður og Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður. Þeir hafa verið að spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Tómas Þór Þórðarson

Ítalía 0 - 1 England
Þrjú ljón á treyjunni, Jules Rimet enn glitrandi - 55 ár af sársauka, hætti aldrei að dreyma.

Í frekar lokuðum leik þar sem mikið er undir munu Gareth Southgate og lærisveinar hans bjóða upp á meistaranámskeið í varnarleik og markvörslu. Harry Kane mokar svo boltanum inn eftir fast leikatriði og fótboltinn kemur heim. Guð veri bara með lifrinni hjá ensku þjóðinni en búast má við að sálin verði tindrandi björt.

Benedikt Bóas Hinriksson

Ítalía 2 - 1 England
Það er auðvitað ekki hægt að halda með Englendingum. Leiðinlegustu stuðningsmenn i heimi. Það virðist ekki vera til einn heilbrigður enskur stuðningsmaður. En nóg um silfurliðið. Snúum okkur að verðandi sigurvegurum.

Ítalir eiga skilið að vinna þessa keppni. Jákvæður leikstíll, skemmtilegar sögur og samheldni. Menn sem öskursyngja þjóðsönginn eiga allt gott skilið. Fyrst var það Eurovision og nú er það EM. Eg veit að eg mun syngja og tralla Sono fuori di testa, ma diverso da loro í þröngum ítölskum búning sem passar engan veginn á mig. Djöfull sem ég er spenntur. Fótboltinn er svo sannarlega á leið heim til Rómar.

Fótbolti.net - Arnar Laufdal Arnarsson

Ítalía 0 - 2 England
Ég persónulega held að þetta verði ekki skemmtilegasti fótboltaleikurinn, það verður litið um færi í fyrri halfleik en England munu ná fyrsta markinu í seinni halfleik og það verður Harry Kane sem skorar. Eftir það munu þeir ensku leggjast til baka og verjast út seinni hálfleikinn. Þegar nokkrar mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma munu Ítalir fá hornspyrnu, Englendingar hreinsa frá og fara í skyndisókn og skora og það verður nýja stjarna Man United, Jadon Sancho sem klárar leikinn og allt tryllist á Wembley. Fótboltinn kemur heim.



STAÐAN Í KEPPNINNI
Dómnefndin hefur farið yfir undanúrslitaleikina og það er ótrúleg spenna fyrir úrslitaleikinn sjálfan! Ótrúleg! Það er svo mikið pepp í dómnefndinni að hún ákvað meiraðsegja að gefa hverjum keppanda 100 aukastig á haus.

Fótbolti.net 111 stig
Tómas Þór 111 stig
Benedikt Bóas 110 stig
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner