Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. september 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Endurkomu Lovren seinkar
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, gæti verið frá í allt að mánuð í viðbót vegna magameiðsla. Læknalið Liverpool vill ekki hleypa honum of snemma af stað.

Lovren hefur ekki enn spilað leik fyrir Liverpool á tímabilinu en hann komst í úrslitaleik HM í sumar með Króötum.

Lovren er byrjaður að hlaupa og æfa með bolta á ný og gæti byrjað að æfa með aðalliði Liverpool síðar í mánuðinum.

Þrátt fyrir það er talið að Liverpool muni ekki hleypa honum á völlinn á nýjan leik fyrr en í lok október vegna þess hvers eðlis meiðslin eru.

Liverpool á erfiða leiki fyrir höndum í september en liðið mætir meðal annars Manchester City, Chelsea, Tottenham, PSG og Napoli.

Stuðningsmenn Liverpool geta þó huggað sig við það að Joe Gomez hefur spilað vel við hlið Virgil Van Dijk í vörninni í upphafi tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner