Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. september 2021 21:29
Brynjar Ingi Erluson
„Bestu 14 dagar ferilsins"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að síðustu tvær vikur hafi verið þær bestu á ferli hans en liðið hans vann Norwich City 1-0 í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsti sigur tímabilsins.

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu eftir sendingu frá Nicolas Pepe.

Arsenal hafði ekki skorað mark í úrvalsdeildinni áður en Aubameyang gerði markið og þá hafði liðið tapað öllum leikjum sínum.

Arteta fann því fyrir ákveðnum létti þegar liðið náði í fyrstu stigin í dag.

„Ég verð að segja að þetta hafa sennilega verið bestu 10-14 dagar sem ég hef upplifað á fótboltaferlinum," sagði Arteta.

„Maður verður að vinna fótboltaleiki en það hefur verið unun að horfa hegðun allra leikmanna í þessum erfiðleikum. Það var tilfinningaþrungið að fylgjast með þessu."

„Það var erfitt að fylgjast með fótbolta og fólk var kannski að búast við einhverju og vilja fara aðra leið, reyna að breiða út hatri eða einhverju, en það átti ekki við í þessu máli. Ég vil þakka öllum kærlega fyrir,"
sagði Arteta ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner