Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. febrúar 2020 06:15
Aksentije Milisic
Pochettino stefnir á endukomu í úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino hefur sagt frá því að hann myndi elska það að verða aftur stjóri í ensku úrvalsdeildinni. Pochettinho var rekinn frá Tottenham í nóvember á síðasta ári.

Pochettino var í viðtali á Sky Sports þar sem hann greindi frá þessu.

„Ef ég á að vera hreinskilinn, þá myndi ég elska það að stjórna aftur liði í ensku úrvalsdeildinni. Það verður erfitt, ég veit það, en núna er þetta spurning um að bíða og sjá hvað gerist," sagði Pochettino.

„Núna er þetta spurning um endurheimt, hugsa aðeins um sjálfan sig og vera svo reiðubúinn. Í fótbolta veistu aldrei hvað gerist og þú verður að vera klár. Ég er tilbúinn og bíð eftir næstu áskorun og ég trúi því að hún verði frábær."

Pochettino hefur mikið verið orðaður við Manchester United og sagt er að United sé ekki búið að útiloka hann sem möguleika nái Ole Gunnar Solskjær ekki meistaradeildarsæti með liðinu á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner