Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. maí 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmönnum vilji ekki líða eins og tilraunadýrum
Mynd: Getty Images
Búist er við því að enska úrvalsdeildin haldi fund með fyrirliðum félaga, knattspyrnustjórum og sérfræðingum í heilbrigðisgeiranum á morgun og verður aðalmálefni fundarins heilsa leikmanna.

Samkvæmt áætluninni 'Project Restart' er stefnt að því að hefja leik aftur í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði og munu leikmenn þá byrja aftur að æfa í litlum hópum á næstunni.

Gordon Taylor, formaður leikmannasamtakana á Englandi, segir að leikmennirnir vilji ekki láta nota sig sem tilraunadýr þegar kemur að kórónuveirufaraldrinum, sem hefur komið afar illa út á Bretlandi. Mikilvægt sé að snúa ekki aftur fyrr en öruggt er.

„Leikmennirnir vilja ekki láta nota sig sem tilraunadýr og það mun eiga við um alla atvinnumenn í íþróttum," segir Taylor.

„Þetta snýst um að ná upp jafnvægi á milli öryggi og að reyna að komast aftur í eins eðlilegt horf og hægt er."

Félög vonast til að geta hafið aftur æfingar á mánudag en það mun aðeins takast ef samkomulag næst við leikmenn og þjálfara. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að gefa skriflegt samþykki fyrir því að þeir séu samþykkir því að snúa aftur til æfinga.

Sjá einnig:
Rooney um kórónaveiruna: Leið eins og tilraunadýri
Neita leikmenn á Englandi að mæta til æfinga?
Athugasemdir
banner
banner