Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá í liði vikunnar í Svíþjóð - Skorar á klukkutíma fresti
Mynd: BK Häcken
Diljá Ýr Zomers hefur gert virkilega vel í því að koma sterk inn hjá sænska meistaraliðinu Häcken á þessu tímabili.

Diljá, sem er fædd 2001, gekk í raðir Häcken frá Val fyrir tímabilið og hefur hún verið að standa sig vel.

Hún kemst í lið vikunnar í Svíþjóð fyrir frammistöðu sína með Häcken í tólftu umferð deildarinnar. Hún var á skotskónum í 3-0 sigri á Linköping.

Hægt er að skoða lið umferðarinnar hjá Aftonbladet í Svíþjóð hérna.

„Ég fæ tækifæri til að koma á æfingar. Fyrst vissi félagið ekki að ég væri að flytja út en svo fréttist það eftir fyrstu æfinguna mína og ég fæ að mæta á fleiri æfingar. Það gekk bara mjög vel og endaði svona, með samningi," sagði Diljáa í samtali við Fótbolta.net fyrr á árinu þegar hún samdi við Häcken.

Diljá er búin að skora fjögur mörk í sjö deildarleikjum í Svíþjóð og verður gaman að fylgjast með framvindu mála hjá henni. Hún er búin að spila rúmlega 240 mínútur í deildinni og er því að skora mark á klukkutíma fresti sem er ansi vel af sér vikið.
Athugasemdir
banner
banner