Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiknir F. fær landsliðsmann frá Gabon (Staðfest)
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur styrkt sig fyrir átökin í 2. deildinni með landsliðsmanni frá Gabon.

Félagið hefur krækt í framherjann Serge Kevyn Aboue Angoue, sem er 26 ára gamall.

Sèrge Kevyn, eins og hann er kallaður samkvæmt gömlu góðu Wikipedia, hefur spilað lengst af í Portúgal á sínum ferli. Núna síðast hefur hann verið á mála hjá Al-Ittihad í Líbíu og Mumbai City á Indlandi.

Hann á að baki átta A-landsleiki með Gabon þar sem Pierre Emerick Aubameyang, sóknarmaður Arsenal, er aðalstjarnan.

Leiknir er í tíunda sæti Lengjudeildarinnar og þarf að fara að spýta í lófana.
Athugasemdir
banner
banner
banner