Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. júlí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að það væri best fyrir Selfoss að hvíla Tokic
Lengjudeildin
Hrovje Tokic.
Hrovje Tokic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic átti slæman dag gegn Fjölni í Lengjudeildinni síðasta föstudag.

„Hrvoje Tokic átti slæman dag. Í lok leiksins átti hann fast skot úr teignum sem fór beint á markvörðinn. Varnarmenn Fjölnis dekkuðu Tokic vel og hann fór illa með töluverðan fjölda góðra færa," skrifaði Brynjar Óli Ágústsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Tokic barst í tal í útvarpsþættinum síðasta laugardag. Tómas Þór Þórðarson telur að það sé kominn tími á hvíld fyrir sóknarmanninn.

„Ég held að það þurfi aðeins að hvíla Tokic. Hafa Gary (Martin) frammi að djöflast," sagði Tómas en hann telur að það myndi bæta liðið varnarlega og liðslega.

„Tokic er ekki að skila miklu nema að skora á móti lélegustu liðum deildarinnar."

Tokic er búinn að skora átta mörk í 11 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
Útvarpsþátturinn - EM Hjammi, Theodór Elmar og Kjartan Henry
Athugasemdir
banner
banner
banner